top of page

Ís getur haft gífurleg áhrif á jörðina. Einhverjar hræðilegustu náttúruhamfarir jarðsögunnar verða þegar ísbreiðurnar stækka og færa sig lengra í norður eða suður. 

Í milljónir ára ríktu hræðilega ísaldir þar sem pólhetturnar náðu mun lengra í suður en í dag. Síðustu ísöld á að hafa lokið fyrir um 10.000 árum. Þó segja sumir að við lifum einungis á hitaskeiði og ísöld geti skollið á hvenær sem er. Smelltu hér til að lesa meira.   

Fyrir 540 milljónum ára varð sprenging í lífríki jarðar. Þúsundir nýrra tegunda komu fram á mjög skömmum tíma, eitthvað sem hefur valdið vísindamenn höfuðverk í áratugi. Nú telja vísindamenn sig hafa fundið skýringuna. Í klettabelti í Nígeríu fundu þeir ummerki um hræðilegustu náttúruhamfarir jarðarsögunnar. Jörðin hafði einhvern tímann verið algjörlega hulin ís. Smelltu hér til að lesa meira.

bottom of page