top of page

​Jökulhlaup

Annað sem oftast fylgir eldgosi undir jökli hefur verið nefnt versti vinur vegagerðarinnar, jökulhlaup. Jökulhlaup af völdum eldsumbrota geta verið vatns- eða aurflóð og eru blanda af vatni, krapa, ísstykkjum og gosefnum. Jökulhlaup verða þegar mikið vatn hefur safnast undir jökli og því er algengast að þau komi samhliða eldgosum. Þegar vatnsmagn undir jöklinum er orðið nógu mikið lyftist jökullinn upp og vatnið brýst fram. Þó svo jökulhlaup beri oft með sér gífurlegt magn gosefna eru þau oftast flokkuð sem vatnsflóð, þ.e. um 80% rúmáls hlaups er vatn. Jökulhlaup koma oftast út þar sem ár rennur út úr jökli en þar er greiðasta leiðin út fyrir vatnið. Þessi hlaup geta oft verið risa stór en sem dæmi má nefna að í Kötlugosinu árið 1918 var hámarksrennslið í hlaupinu af stærðargráðunni 1.000.000 rúmmetrar á sekúndu.

Jökulhlaup hafa allt frá landnámi Íslendinga verið hin mesta náttúruvá. Vegna þess hversu jökulhlaup eru tíð á Íslandi þá er alþjóðlega nafnið á jökulhlaupum dregið frá íslenska nafninu. Aðeins í Norður-Ameríku hafa komið jökulhlaup á sögulegum tíma, annarsstaðar en á Íslandi, en þau hlaup voru flest öll mjög lítil og ollu litlu sem engu tjóni. Önnur var sagan á Íslandi. Mörg rit eru til um ofsafengin jökulhlaup hér á Íslandi og enn fleiri eru jarðfræðilegar sannanir hér um ofsafengin hamfarahlaup sem höfðu mikil áhrif á landslagsmyndun. Sem dæmi má nefna er talið að Ásbyrgi hafi myndast í hamfarahlaupi vegna eldgosa í Kverkfjöllum og Grímsvötnum.

Tjónasaga jökulhlaupa á Íslandi á sér langa sögu. Fyrstu heimildirnar eru frá árinu 1362 en þá olli jökulhlaup eftir gos í Öræfajökli miklum skemmdum á bæði landi og búsvæðum manna en ekki er vitað um nein dauðsföll manna. Stærsta mannfall sem orðið hefur af völdum jökulflóða var árið 1727 þegar gaus í Öræfajökli en þar létust tvær stúlkur og unglingspiltur. Gosum í Vatnajökli fylgja gjarnan stór flóð sem valda miklum skaða. Í heimildum frá 17.öld segir eftirfarandi: „Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá." Um þetta flóð er sagt að í því hafi drepist maður auk þess sem 200 ær, 14 hestar, 4 bátar og 2 brúarflekar hafi farið með flóðinu. Fyrr á sömu öld, réttara sagt árið 1655 varð einnig mikið flóð í Jökulsá á Fjöllum og var því talið að eldgos stæði yfir í Kverkfjöllum eða Grímsvötnum. Samtímaheimildir segja að flóðið hafi verið svo hátt í þessum risavöxnu gljúfrum að ernir, hrafnar og fálkar hafi drepist í hreiðrum sínum og presturinn á Skinnastöðum hafi misst um 300 ær í hlaupinu.


Í dag eru menn mun forsjálli og geta jarðfræðingar nokkurn veginn séð fyrir hvenær flóðið brýst út og hvert það mun stefna. Því hefur dauði búfénaðar varla átt sér stað á tækniöld. Stærsta vandamál nútímans liggur hjá vegagerðinni. Eftir að hringvegurinn var fullkomnaður og jökulár brúaðar hafa jökulflóð gert vinnu vegagerðarmanna þrautseiga. Mjög dýrt er að leggja vegi aftur og aftur og hafa jökulhlaup oft verið mjög dýrkeypt fyrir íslenska ríkið. Gott dæmi um þetta er hlaupið í Skeiðarássandi árið 1996 en kostnaður af völdum þess nam um 1130 milljónum íslenskra króna eða um 2% af þjóðarframleiðslunni það árið.



​Snjóflóð

Það þarf ekki að líta langt aftur í söguna til þess að sjá hræðileg áhrif

snjóflóða á samfélag manna. Þessi ógnvænlegu flóð svífast einskis

og hrífa allt sem í vegi þeirra verður. En hvað er það sem að fær fleiri

þúsundrúmmetra af snjó til að falla hlíða fjallana og hversu mannskæðir

geta þessir risar verið?

​Veðurfarsbreytingar, hvassviðri, jarðskjálftar og menn eru helstu orsakir

snjóflóða. Mesta hættan er þó þegar blautum snjó kyngir niður á annað

frosið snjólag. Þessar tvær tegundir snjós eiga erfitt með samloðun,

þ.e. að loða saman og því rennur efra lagið niður. Það eru tvær helstu

gerðir af snjóflóðum, annarsvegar lausasnjóflóð og hinsvegar flekasnjófló. 

Forsendur lausasnjóflóða er að halli lands sé það mikill að snjór kemst á

hreyfingu en laus snjór einkennist af lítilli samloðun og lausasnjóflóð geta

því bæði verið vot og þurr. Þau byrja oftast nálægt einu svæði og breiða

síðan úr sér í einskonar blævæng.

Þó svo að flekasnjóflóð orsakist af svipuðum hlutum og lausasnjóflóð þá þarf meira til þessa að fá þau af stað og því eru þau mun hættulegri. Snjórinn í lausaflekum myndast oft í miklu hvassviðri þar sem að vindurinn feykir mikið af snjó í skafla, en þaðan er nafnið dregið. Ólíkt lausasnjóflóðum þá kemur mikil samloðun inn í þáttinn þegar flekasnjóflóð falla. Til að sjófleki verði að flekaflóði þarf stykki úr flekanum að losna undan undirlaginu en vegna þess hversu stórir skaflarnir geta verið þá tekur snjóflóðið oft með sér gífurlegt magn af snjó.


Náttúrúlegar orsakir fyrir snjóflóð er oftast mikil þyngdaraukning en hún veldur oftast slíkum samloðunaraðstæðum. Slík þyngdaraukning orsakast oftast vegna mikillar úrkomu eða skafrennings. Snjóflóð geta einnig orsakast af mannavöldum en göngu-, skíða- og vélsleðamenn koma oft af stað flekasnjóflóðum af stað.       

 

Vegna þess hversu mannskæð snjóflóð geta verið þá varast menn þau sem heitan eldinn. Þess vegna hafa menn fundið upp ýmsar aðferðir við að koma í veg fyrir snjóflóð. Hjá flestu þéttbýliskjörnum þar sem snjóflóðahætta er mikil sjást uppí hlíðunum varnargarðar sem að eru sérstaklega hannaðir til að koma í veg fyrir snjóflóð. Önnur áhrifarík leið er að koma af stað snjóflóðum áður en að snjómagn verði það mikið að hætta teljist af mögulegu snjóflóði. Í Ölpunum er þessi aðferð ítrekað notuð en þar fara menn uppí fjöllin með þyrlu og nota sprengiefni til að koma litlum snjóflóðum af stað.

Jöklar

Jökulsárlón

Mynd: Hjalti G. Hjartarson

 

Snjóflóð hafa oft valdið miklum skaða, sérstaklega þegar mannabyggðir eru í grennd við snævi þakin fjöll. Íslendingar hafa oftar en einu sinni tapað mönnum í snjóflóðum en snjóflóð er mannskæðustu náttúruhamfarirnar á Íslandi. Þó standa verstu snjóflóð Íslandssögunnar langt frá þeim allra mannskæðustu erlendis. Hið allra allra mannskæðasta átti sér stað í Perú árið 1970. Þann 31. maí sama ár átti sér stað risavaxin jarðskjálfti undan strönd Perú en hann var 8 að stærð á Richter-kvarðanum. Vegna þess hversu nálægt ströndinni jarðskjálftinn átti sér stað hafði hann þær afleiðingar að stór hluti fjalls fyrir ofan bæinn Yungay féll saman. Þetta ýti af stað risastóru snjóflóði af stað en það bar með sér 80.000.000 rúmmetra af snjó, vatni, leðju og steinum niður fjallshlíðina en þetta mannskæðasta snjóflóð sögunnar tók með sér 25.000 mannslíf.

​Á Íslandi er hamfarasaga snjóflóða löng en fyrsta heimild um dauðsfall vegna sjófalla er frá árinu 1192.  Samkvæmt heimildum frá veðurstofunni má rekja 680 dauðsföll til snjóflóða á Íslandi.  Það mannskæðasta átti sér stað á Siglunesi árið 1613 þegar fjöldi fólks var á leiðinni í jólamessu á aðfangadag. Vegna ónámkvæmra heimilda er ekki vitað hversu margir létu lífið en talið er að 30-50 manns hafi dáið. Eitt mesta hamfaraár í sögu Íslandssögunar var hins vegar árið 1995 þegar alls 35 einstaklingar létu lífið í snjóflóðum, allir nema einn dóu í stóru snjóflóðunum á Flateyri og Súðavík.

Snjóflóð

Mynd: Page Montgomery

Jöklar þekja um 11% vors fagra lands og gefa því sterklegan svip. En þeir gefa meira

en bara gleði með sinni geislandi fegurð.  Íslenskir jöklar eru nefnilega þektir fyrir það að valda miklum hamförum. Það er af völdum þess að mörg eldfjöll búa undir jöklum landsins. Eldgos undir jökli eru mjög frábrugðin öðrum gosum en kvikan þarf að brjótast í gegnum þykka íshelluna áður en hún kemst upp á yfirborðið. Þetta skapar mjög sérstakar aðstæður. Einn helsti skaðinn verður vegna öskufalls en vegna þess að gosið er undir jökli verður askan mjög fíngerð (um 0,06 mm) og dreifist hún því mjög vel. Áhrif þess sáust greinilega í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010 en fíngerð askan dreifðist um alla Evrópu og lamaði flugumferð í margar vikur, auk þess að hún olli uppskerubresti á mörgum sveitabæjum á suðurlandi Íslands.

Mannskæðustu snjóflóð á Íslandi

Mynd: Jóhannes Kári

Jökulhlaup hafa oft valdið skemmdum á mannvirkjum

Mynd: Vegagerðin

bottom of page