top of page

Flóð

Flóð eru algengustu vatnshamfarirnar á jörðinni en í flóði hækkar vatnsyfirborð þannig að landsvæði sem ekki væru venjulega undir vatni, flæðir yfir. Flóð eru mjög algeng um allan heim. Reglulega koma t.d. fréttir af miklum flóðum í Suðaustur-Asíu eða í Mið-Evrópu.

Þó svo flóð séu misjöfn að stærð og gerð hafa þau oft gríðarmikil áhrif á líf manna. Oft verða miklar skemmdir á vegum og byggingum í flóði, auk þess sem skemmdir verða á raflínum. Það getur leitt af sér að skemdir verða á skolpkerfum og vatnsból spillast, sem getur leitt til ýmissa sjúkdóma, vegna skorts á hreinu vatni. Því er mikilvægt að hjálpargögn, og sér í lagi hreint vatn, berist hratt og örugglega á flóðasvæði. Í stærri flóðum og skyndiflóðum, þ.e. flóð sem verða mjög skyndilega, t.d. vegna mikillar rigningar á stuttum tíma, geta menn tínt lífi og verulegar skemmdir orðið á byggðarlögum. Gott dæmi um það er Johnstown-flóðið árið 1889, þegar South Fork-stíflan í Pennsylvaníu brast eftir miklar rigningar. 18,2 milljónir rúmmetra af vatni streymdu niður og lögðu bæinn Johnstown í rúst, sem olli dauða 2.209 manna.

Verstu flóð sögunnar

Kínversku flóðin 1931

Tala látinna: 2.500.000–3.700.000

Flóðin í Guluá 1887 í Kína

Tala látinna: 900.000–2.000.000

Flóðin í Guluá 1938 í Kína

Tala látinna: 500.000–700.000

Þessi flóð eru sérstaklega algeng í Mið-Evrópu, enda byggðust bæir oft í kringum ár. Yfirleitt leiða þessi flóð ekki til mannskaða, enda hækkar yfirborð ánna yfirleitt hægt. Þetta á þó ekki við ef t.d. stífla brestur ofar í ánni.

Á stórstraumsfjöru getur sjávarborð hækkað gífurlega mikið. Þó eru menn yfirleitt undirbúnir fyrir það. Þetta telur ekki með flóðbylgjur, sem eru frekar ein stök alda en flóð. Að lokum eru flóð vegna annara náttúrurhamfara. Þessi flóð fylgja oft í kjölfar fellibylja, sem ganga yfir landssvæði við sjó. Einnig geta þau orðið vegna jarðskjálfta, t.d. þegar skarð milli stöðuvatns og sjávar rofnar (sjá hér).    

Til eru ýmislegar aðferðir til að sporna gegn flóðum. Fræg er aðferðin að hlaða sandpokum, en í neyðartilviki er sandpokum hlaðið up til að hægja á framhlaupi vatns. Á endanum mun vatn þó finna sér leið í gegnum pokana, og sandpokar eru ekki endanleg vörn gegn flóðum. Það eru flóðvarnargarðar hins vegar. Í mörgum löndum heims finnast miklir varnargarðar sem eiga að stoppa yfirvarandi hamfarir.

Johnstown eftir flóðið 1889 (smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfur)

Myndir: Wikipedia

Til eru ýmsar gerðir af flóðum. Þær fjórar helstu eru þó flóð vegna rigninga, vatnavaxta, sjávarhækkunar og vegna annarra hamfara.

Rigningaflóð verða eftir gífurlegar rigningar, þar sem vatnið getur ekki ruðst nógu fljótt í burtu um hina ýmsu farvegi. Þessi gerð flóða verður yfirleitt í bæjum og borgum, enda sígur vatn mjög illa í gegnum steypu og stál. Fæstar borgir hafa skolpkerfi sem geta annað mikilli rigningu.   

Þegar talað er um flóð vegna vatnavaxta er átt við flóð vegna hækkunar í ám. Í gegnum marga bæi rennur á eða stór lækur, enda var það mikilvægt fyrir byggðarlögn fyrr á öldum. Reglulega verða flóð í þessum lækjum t.d. vegna vorleysinga eða mikillar rigningar. Þessi tegund flóða er því oft tengd við rigningaflóð, þó svo að það sé ekki það sama.

Í Hollandi hafa flóð verið sérstaklega mikið vandamál. Um helmingur landsins er minna en metra yfir sjávarmáli um um 25% er undir sjávarmáli. Til að koma í veg fyrir að landið fari í bólakaf hafa gríðarmiklir flóðvarnargarðar verið reistir meðfram ströndinni. Mjög öflug neyðarkerfi eru einnig í landinu. Í mörgum borgum eru neyðarflautur (svipaða gömlu almanavarnaflautum hér á Íslandi) sem væla flóðaviðvaranir og landinu er skipt upp í sérstök „vatnssvæði“, sérstök svæði þar sem heimastjórnirnar sjá um viðbragðsáætlanir við flóðum. Þar með er hægt að bregast hraðar við flóðum.  

Saga flóðvarnargarða í Hollandi hefst um árið 1000 en þá voru fyrstu garðarnir gerðir. Þeir voru ekki háir, einungis um metri á hæð, en bættu þó lífsgæði í landinu til muna, og stækkuðu mögulegt ræktarland. Nú eru flóðvarnir í Hollandi þær háþróðustu í heimi. Meðal annars er langstærsti varnargarður í heimi, Oosterscheldekering, staðsettur í Hollandi, en hann, ásamt fleiri görðum í Hollandi sem einu nafni kallast Delta Works, voru byggðir eftir hið hræðilega Norðursjávarflóð, árið 1953. Þá létust um 1900 manns í Hollandi, en alls létust um 2500 í Norðursjávarlöndunum.

Norðursjávarflóðið var þó langt frá því að vera mannskæðasta flóð mannkynssögunnar. Þann slæma titil hljóta flóðin sem skullu á Kína árið 1931. Yangtze, Gulaá og Huai flæddu yfir bakka sína, sem olli dauða 2.500.000–3.700.000 manna á þessu gífurlega þéttbýla svæði. Flóð á Íslandi hafa þó ekki verið svo mannskæð. Þekktasta flóð á Íslandi, Básendaflóðið árið 1799, eyðilagði verslunina á Básendum á Reykjanesi, en einungis einn maður fórst. 

Fyrir ofan: Án flóðvarnagarnanna sem nú umlykja Holland gæti það litið svona út.

Fyrir neðan: Helstu flóðvarnargarðar í Hollandi.

(smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfur)

Myndir: Wikipedia

Flóð í goðsögum

Til eru sögur af flóðum sem ná þúsundir ára aftur í tímann. Þessar sögur bera oft með sér mikla reiði guðanna og tilraunir manna til að friða þá. Syndaflóð Biblíunnar, þar sem Nói byggði örkina sína, er væntanlega frægasta goðsagnaflóð sögunnar. Raunar eru til sagnir í mörgum trúarbrögðum um syndaflóð, og líklegt er að uppruni þessara sagna séu mismunandi. Má nefna að sögur um gríðarmikil flóð er að finna bæði Súmerum og Inkum. Í flestum þessara sagna koma guðirnir eitthvað við. 

Vísindamenn hafa lengi leitað svara við hver uppruni syndaflóðsins er og hvort slíkt flóð geti átt sér stað aftur. Til eru margar kenningar um syndaflóðið, misgáfurlegar. Þær koma aðallega frá tímum þar sem lítið var um vísindaleg mælitæki. Kenningar um gríðarmikla uppgufun sjávar, eða önnur óvenjuleg veðurfarsástönd, hafa nær verið útlilokaðar með vísindalegum aðferðum, enda hafa engin merki fundist sem styðja þær kenningar. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan til að vita meira.

Kostnaðarsömustu flóðin í milljónum US$

Kostnaðarsömustu flóð frá upphafi

Mynd: Jóhannes Kári

bottom of page