top of page

Flóðbylgja er í einfaldri merkingu sinni stór bylgja sem að skellur á land og orsakar einskonar flóðástand. Alveg eins og orðið gefur til kynna. Til að skapa þetta flóðarástand þurfa bylgjurnar ekki endilega að vera mjög stórar og geta verið af öllum gerðum. En þær stærstu bera nafnið tsunami en þær eru þekktar fyrir að valda hryllingi og dauða.

Tsunami



Tsunami er mjög sérstök bylgja sem orsakast aðallega vegna jarðskjálfta eða skyndilegs framhlaups neðansjávar. Einnig getur tsunami komið vegna tilstilli loftsteina, skriðufalla, eldsumbrota, neðarsjávarsprenginga og snjóflóða. Slíkar flóðbylgjur verða til við lóðréttar hreyfingar á sjávarbotninum eða við tilfærslu á massa sem leiða til þess að vatn kemst að hreyfingu.  Þessi bylgja getur ferðast langar leiðir á miklum hraða á yfirborði hafsins. Bylgjulengdin í tsunami er mikil en bylgjuhæðin lítil þannig að á opnu hafi verður bylgjunnar tæpast vart en þegar hún komur á grynnra vatn vex ölduhæðin gríðarlega. Stundum myndast risastór flóðbylgja, allt að 30 metrar að hæð, sem getur valdið gríðarlegu tjóni þegar hún brotnar á ströndinni. Tsunami er alþjóðlega orðið yfir slíka flóðbylgju og er dregið úr japönsku. Á japönsku þýðir orðið „bylgja í höfn“ en á Íslandi hafa vísindamenn oftast notað orðið sjávarskafl.  
Slíkar flóðbylgjur geta verið risastórar og ollið miklu tjóni ef þær falla á mannabyggð.



​Sögulegar flóðbylgjur


Sú stærsta átti sér stað í Lituya flóa í Alaska árið 1958. Efti stóran jarðskjálfta féllu 31 milljón rúmetrar af fjallshlíð ofan í flóann og skapaði flóðbylgju sem náði hæst 500 metra hæð. Hún skall síðar á fjallshlíð hinum megin í flóanum og olli miklum skemmdum á landinu. Sem betur fer er Lituya flói óbyggður en þegar flóðbylgjan átti sér stað voru feðgar tveir við fiskveiðar í flóanum. Fyrir ótrúlega heppni lenti bátur þeirra á toppi bylgjunnar og barst á miklum hraða inn að ströndinni hinum megin og síðan sömu leið til baka út á flóan miðjan. Fyrir algjöra heppni dóu aðeins tveir menn í þessari flóðbylgju en ekki hafa allir verið eins heppnir.

Þegar flóðbylgjur eiga sér stað þar sem margir sjávarbæir liggja er algengt að margir láti lífið og ef að hún er mjög stór getur hún haft áhrif á heilu samfélögin. Sá mannskæðasti átti sér stað annan í jólum undan ströndum Indónesíu árið 2004. Um sólbjartan dag fögnuðu fjöldi vesturlandabúa jólunum á ströndinni á Súmötru, Sri Lanka, Indlandi og Tælandi. Flestir strandgestir í fundu fyrir jarðskjálft á stærðinni 9,1 á richter en þetta er þriðji stærsti jarðskálfti sem nokkurntíman hefur verið mældur. Orsök jarðskjálftans má rekja til niðurstreymis í sökkbelti en hann olli tíu metra hárri flóðbylgju sem skall á nærliggjanid lönd með ofsafengnum krafti. Jarðskjálftinn átti sér stað 160 km norður af Súmötru og alls létust 230.000 manns í fljóðbylgjunni en 9000 þeirra voru útlendir ferðamenn.



Annar jarðskjálfti, sá sem átti sér stað 11. mars í Japan árið 2011 var sá kostnaðarsamasti sem sögur fara af. Jarðskjálftinn var uppá 9 á richter en hann er sagður hafa fært Honshu, stærstu eyju Japan um 2,4 metra austur og er talin hafa öxull jarðar hafi færst fáeina sentímetra við jarðskjálftan. Jarðskjálftinn og flóðbylgjan orsökuðu miklar mannvirkjaskemmdir í Japan, m.a. á vegum, járnbrautum ásamt eyðilagðrar stíflu. Áætlaður kostnaður er talin hafa numið um 35 milljarðra bandaríkjadala og rúmlega 11 þúsund manns eru sagðir hafa látið lífið í jarðskjálftanum. Í kjölfar jarðskjálftans árið 2011 eyðilagðist kælikerfið á mörgum kjarnakljúfum í hinu risa stóra Fúkúshíma kjarnorkuveri sem leiddi m.a. til sprenginga og losunnar geislavirkra efna út í andrúmsloftið.

Þar sem lifnaðarhættir flestra jarðarbúa byggjast á sjónum og auðlindum hans eru flóðbylgjur ein stærsta ógn sem að steðja að mannkyninu í dag. Með betri jarðskjálftamælum og forvörnum eru menn viðbúnari við slíku ógnarafli. Þetta sást vel í jarðskjálftanum árið 2011 í Japan. Einni mínútu áður en jarðskjálftinn fannst í gaf viðvörunnakerfi Japana sem inniheldur 1000 skjálftamæla í Japan, viðvaranir um sterkan skjálfta til milljóna manna. Þessi viðvörun er talin hafa bjargað mörgum mannslífum. Þrátt fyrir það munum við aldrei ná að hemja slíka risa til fulls, því það er þeirra að eyða og taka líf.

Flóðbylgjan á Súmötru skellur á land með miklum hörmungum

 

Mynd: WIkipedia 

Afleiðingar flóðbylgjunnar í Japan árið 2011.

 

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/2/2a/SH-60B_helicopter_flies_over_Sendai.jpg

Flóðbylgjur

Mannskæðustu flóðbylgjurnar

Dauðsföll

Mannskæðustu flóðbylgjur frá upphafi

Mynd:Jóhannes Kári

bottom of page