top of page

Þurrkar

Einhver af mannskæðustu og lúmskustu hamförum í sögu jarðar eru þurrkar. Hægt og rólega þurrka þeir lífið úr öllum lífverum nema þeim allra harðgerustu. Þurrkar verða þegar úrkoma minkar til muna miðað við venjulega úrkomu og veldur það vatnsskorti í fleiri mánuðu eða jafnvel ár. Þurrkar geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað og einnig fjármálakerfi landa. Nú á dögum eru þurrkar eitt af helstu vandamálum heimsins og sérstaklega þróunarlandanna.

Frá örófi alda hafa þurrkar sett sín áhrif á vistkerfi jarðar. Þeir eru með elstu skráðu hamförum í heimi og má lesa um þá í fjölmörgum trúarlegum og heimspekilegum ritum. Líklegt þykir að þurrkar hafi neytt fyrstu mennina úr Afríku til að leita að betri heimkynnum fyrir um 135.000 árum. Nú til dag eru við mennirnir farnir að valda þurrkum um allan heim með virkjunum sem stöðva ár og mengun sem veldur örlítið hærra hitastigi sem hindrar fall rigningar á ýmsum svæðum. Dæmi um þetta er Aral-vatn. Árið 1987 var þar blómlegt líf og vatnið var fjórða stærsta landlukta vatn í heimi. Það var 68.000 km2 og 102 metrar á dýpt þegar mælingar hófust. Síðan veittu Sovíet ríkin tveim aðal aðrennslis ám að Aral-vatni, Amu Darya og Syr Darya, í aðra átt. Með þessu ætluðu þeir að verða aðalframleiðandi í bómullariðnaðinum. Veiturnar sem þeir byggðu voru þó illa gerðar sem leyfðu vatninu að leka út í náttúruna eða gufa upp. Nú er vatnið aðeins 17.160 km2 að flatarmáli og mesta dýpi er 42 metrar.

Venjulega er talað um þrjár tegundir þurrka.

Sá fyrsti er veðurfræðilegur þurrkur og verður þegar úrkoma minkar til muna. Hann er jafnframt oft undanfari annara þurrka.

Önnur tegundin er landbúnaðar þurrkur. Hann herjar einkum á landbúnað og veldur miklum uppskerubrestum. Oftast verða veðurþurrkar út af veðurfræðilegum þurrki en einnig geta þeir orðið vegna slæmrar áveitu skipulagningar.

Síðasta aðaltegundin af þessum þurrkum er vatnafræðilegur þurrkur. Hann verður þegar vatnsmagn í vatnsbólum lækkar verulega undir meðaltalið. Þessi tegund af þurrki er mun lævísari og kemur ekki í ljós nema á lengri tíma. Það er vegna þess að hér er oftast verið að tala um vatn í miklum mæli sem hefur kannski fleiri innrennsli ef eitt stórt stíflast. Helstu ástæður fyrir þessu er ef á sem sér um endurnýjun vatnsmagns að vatnsbólinu stíflast, hættir það að endurnýjast og þornar smátt og smátt. Þetta gerðist til dæmis í Aral-vatni þegar Sovíet ríkin veittu helstu aðrennslis ám að Aral-vatni í burtu og nú er það búið að minnka um 75% frá sinni upprunalegu stærð. Önnur ástæða fyrir þeim er veðurfræðilegur þurrkur

Jafnvel þótt að þurrkar eyði að mestu lífi þegar þeir skella á eru til plöntur sem virðast ganga mjög vel í að standa gegn þeim. Einkenni þessara plantna eru oftast fá eða eingin lauf og hafa einnig hafa þau vaxkennt yfirborð til að missa ekki of mikinn vökva. Þessar plöntur varðveita vökva sérstaklega vel í rótum sínum eða í sérstökum hólfum þar sem vatnið er geymt. Dæmi um þessar plöntur eru kaktusar og burknar.

Þurrkar hafa gríðarlega víðtæk áhrif og eru öll af verri kantinum. Uppskerubrestir verða þegar vatnskortur er og veldur það miklum fólksflutningum bænda af svæðum þar sem þurrkurinn er. Þar sem landbúnaður er oft á tíðum stærsti atvinnugeiri í þróunarlöndum skemmist atvinnumarkaðurinn gríðarlega mikið þegar bændurnir fara. Einnig er það óhjákvæmilegt að drykkjarvatn minkar til muna og sættir fólk sig því frekar við vont og skítugt drykkjarvatn sem getur valdið sjúkdómum. Auk þess stóraukast líkur á sinubrunum og öðrum eldsumbrotum.

Strönduð skip sem áður voru á Aral vatni

Mynd: George Kouronuis

Tegundir þurrka

Áhrif þurrka

Samdráttur Aral-vatns frá 1957-1989

Mynd: Jóhannes Kári

bottom of page